Bandaríks sendinefnd í heimsókn

 

Fimmtudaginn 24. febrúar kom bandaríski sendiherrann Luis E. Arreaga ásamt fríðu föruneyti í heimsókn til Reykjanesbæjar. Herra Arreaga hóf störf við sendiráðið í haust og hafði lýst yfir áhuga til að kynna sér málefni Reykjanesbæjar. Með sendiherranum í för voru Laura Gritz, deildarstjóri upplýsinga- og menningarmála og Helga Magnúsdóttir menningarfulltrúi sendiráðsins og óskaði hópurinn sérstaklega eftir kynningu á ýmsum menningarmálum í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri , formaður bæjarráðs og framkvæmdastjóri menningarsviðs tóku á móti hópnum og var m.a. farið í Duushús og í Víkingaheima og sýningarnar þar skoðaðar undir leiðsögn sýningarstjóranna ásamt því að þau fengu almenna kynningu á bæjarfélaginu. Sendiráðsfólkið endaði svo ferð sína á Ásbrú þar sem framkvæmdastjóri Keilis sagði frá skólastarfi og uppbyggingu á Ásbrú. Báðir aðilar lýstu yfir áframhaldandi áhuga á samstarfi.