Námskeiðið Barnið komið heim sem er fyrir barnshafandi pör og foreldra ungra barna hefst 24. mars n.k. og stendur í 6 vikur.
Námskeiðinu er ætlað að hjálpa væntanlegum foreldrum og foreldrum ungra barna að viðhalda og efla parsambandið samhliða foreldrahlutverkinu. Kennt er tvær klukkustundir í senn frá kl. 17.30 - 19.30 á miðvikudögum í Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, Suðurgötu 15, Reykjanesbæ.
Leiðbeinendur verða Hera Ósk Einarsdóttir félagsráðgjafi Reykjanesbæ og Ólafur G. Gunnarsson fjölskylduráðgjafi ÓB-ráðgjöf.
Reykjanesbær býður verðandi foreldrum og foreldrum barna á fyrsta ári frítt á námskeiðið.
Skráning fer fram á mailto:barnidheim@reykjanesbaer.is
Nánari upplýsingar á vefsíðunni barnið komið heim