Námskeið fyrir unglinga í gerð skúlptúra
Listaskólinn hefur ákveðið að verða við eftirspurn eftir námskeiði fyrir unglinga sem hafa ríka sköpunarþörf en vantar vettvanginn til að fá útrás fyrir hana.
Það er leirlistakonan Rut Ingólfsdóttir sem ætlar að stýra námskeiðinu þar sem ráðist verður í gerð skúlptúra úr öllu mögulegu og ómögulegu efni. Rut hefur stýrt sumarnámskeiðum Listaskólans við góðan orðstír en hlakkar mikið til að vinna með ögn eldri krökkum að listsköpuninni. Rut hefur sjálf fengist við skúlptúragerð og hafa Gúbbarnir hennar vakið mikla lukku.
Rut hvetur alla 13 -15 ára krakka sem langar að skapa, til að skrá sig á námskeiðið sem hefst á mánudag í næstu viku. Námskeiðið verður haldið í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 og stendur í 6 vikur, frá 7. mars - 13. apríl og allt efni er innifalið. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl 17:00 - 18:30 og námskeiðsgjaldið er kr. 12.000. Skráning fer fram á listaskolinn@reykjanesbaer.is og nánari upplýsingar eru veittar í s. 898-1202 og á vef listaskólans reykjanesbaer.is/listasafn