Frá hátíð í Njarðvíkurskóla, nemendur í 9. HH sýndu frumsamið leikrit.
16.11.2016
Fréttir, Menning, Grunnskólar, Leikskólar
Dagur íslenskrar tungu er í dag en hann er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds. Margt er gert hér í Reykjanesbæ í tilefni dagsins og eru ýmsir viðburðir haldnir í skólum bæjarins. Dagur íslenskrar tungu markar einnig upphaf Stóru og Litlu upplestrarkeppninnar sem grunnskólarnir taka þátt í.
Meðfylgjandi mynd var tekin í Njarðvíkurskóla í morgun þar sem nemendur sungu og sýndu m.a. frumsamið leikrit. Þau fengu einnig gesti frá Gimli, en elsti hópur leikskólans kom á hátíðina og söng.