Dagur íslenskrar náttúru er haldin hátíðlegur þann 16. september ár hvert, en þann dag á Ómar Ragnarsson afmæli.
Felst í þessu viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru. Að því tilefni stendur Reykjanesbær fyrir kynningu á nokkrum umhverfisverkefnum í bæjarfélaginu á bókasafninu mánudaginn 15. september og þriðjudaginn 16. september frá 14:00 til 18:00.
Kynnt verður Njarðvíkurskógar verkefnið og tillögur að skipulagi frá Jóhanni Inga Sævarssyni, umhverfisskipulagsfræðingi. Einnig verða upplýsingar um Skógræktarfélag Suðurnesja sem og Reykjanes Geopark.
( http://heklan.is/reykjanes-geopark-project )
Við hvetjum íbúa, félagasamtök og fyrirtæki til að nýta daginn til að leggja náttúrunni lið og um leið njóta útivistar á öllum þeim frábæru svæðum sem finnast í bæjarfélaginu. Má meðal annars benda á reiti skógræktarfélagsins sem eru Vatnsholtið, Rósaselsvötn og Sólbrekkuskógur, einnig eru margar gönguleiðir og heilsustíga að finna innan bæjarmarka.