Til hamingju með daginn
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar sem er 16. nóvember. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 16. nóvember 1996. Haustið 1995 hafði þáverandi menntamálaráðherra komið með tillögu að deginum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslenskrar tungu. Jafnan er dagurinn helgaður íslenskri málrækt. Dagurinn markar auk þess upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í grunnskólum Reykjanesbæjar.
Fjölmargar stofnanir bjóða upp á dagskrá helgaða degi íslenskrar tungu. Grunnskólar og leikskólar nota gjarnan daginn sjálfan jafnt sem dagana í kring til að brjóta upp hefðbundið skólastarf og syngja og flytja ljóð eftir íslensk skáld. Allt uppbrot tekur mið af þeim sóttvarnarreglum sem í gildi eru og kallar það á aðrar útfærslur og lausnir en áður og nýtist tæknin þá gjarnan vel.
Nánari umfjöllun um dag íslenskrar tungu er að finna á vef Stjórnarráðs Íslands finna frétt á vef Stjórnarráðs Íslands og á Facebook síðu sem er tileinkuð deginum