Dregið var um fjölda lóða í Dalshverfi III

Á aukafundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þann 25. febrúar fór fram úthlutun á lóðum í Dalshverfi III norður. Fundurinn var haldinn í  Hljómahöll.

Á fundinum voru ásamt fulltrúum Umhverfis- og skipulagsráðs, starfsmenn Umhverfissviðs og fulltrúi sýslmanns sem ritaði niðurstöður í gerðarbók. Um 600 umsóknir bárust í 176 lóðir en eftir yfirferð var dregið úr um 250 gildum umsóknum. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert með þessum hætti en mikill undirbúningur starfsfólks Umhverfissviðs hefur staðið yfir undanfarið.

Dregið var í fyrsta annað og þriðja sæti fyrir einbýli, parhús og raðhús þannig ef sá fyrsti fellur frá umsókn þá fær dráttur númer tvö úthlutun samkvæmt reglum. Úthlutun fjölbýlishúsalóða fór fram með öðrum hætti þar sem auk umsóknar í lóð stóð aðilum til boða að bjóða í byggingarrétt á lóð.

 

Niðurstöður má sjá hér