Ekki lengur unnt að senda út lifandi myndir frá súluvarpinu í Eldey. Talið að eldingu hafi lostið niður í búnað.

Eldey
Eldey

Ekki reynist lengur unnt að senda út lifandi myndir frá súluvarpinu í Eldey en talið er að eldingu hafi lostið niður í myndavélabúnaðinn í eynni í vikunni.

Í Eldey eru tvær myndavélar ásamt orkugjafa og hafa verið sendar út myndir og hljóð á slóðinni eldey.is frá áramótum með góðum árangri. Töluvert líf er komið í eyjuna og fjöldi fugla búinn að koma sér fyrir.

Ekki er ljóst hvenær af viðgerð verður en hugsanlega nær búnaðurinn að hlaða sig þegar sól tekur að hækka á lofti. Að öðrum kosti verður farið í eyjunna um áramót til viðgerðar en Eldey er friðuð á öðrum tímum.

Hægt verður að skoða upptökur af fuglalífi í eyjunni á slóðinni eldey.is þar til viðgerð verður lokið.