Fasteignagjöldum frestað - Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir fyrstu mótvægisaðgerðir

Reykjanesbær
Reykjanesbær

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að ráðast ekki í innheimtuaðgerðir næstu mánuði vegna vangoldinna fasteignagjalda og að lögaðilar (fyrirtæki) geti sótt um frest á greiðslu fasteignagjalda í apríl og maí á netfangið frestunfasteignagjalda@reykjanesbaer.is

Bæjarráð fjallaði einnig um undirbúning verklegra framkvæmda sem kynntar verða nánar síðar.

Bókun bæjarráðs um frestun fasteignagjalda hljóðaði þannig:

„Í 4.gr. í lögum 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga er kveðið á um gjalddaga og eindaga fasteignagjalda sveitarfélaga. Sveitarfélögum ber að ákveða gjalddaga fasteignagjalda í upphafi hvers árs og er eindagi samkvæmt lögunum 30 dögum eftir gjalddaga.

Með fyrirvara um breytingar á lögunum er lagt til að að frestað verði milliinnheimtu á fasteignagjöldum fyrir gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl og 1. maí að svo stöddu.

Einnig er lagt til að lögaðilar sem lenda í rekstrarerfiðleikum vegna tekjuskerðingar geti óskað eftir að eindagi gjalddaganna 1. apríl og 1. maí verði tveimur mánuðum eftir gjalddaga.“

Áður hafði bæjarráð samþykkt eftirfarandi á fundi sínum þann 19. mars sl.:

„Leikskólagjöld:
ï Ekkert gjald fyrir börn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu
ï Ekkert gjald fyrir börn á skólum sem er lokað á tímabilinu
ï 50% gjald fyrir börn sem eru annan hvern dag
ï 100% gjald fyrir börn sem eru alla daga

Greiðslur til dagforeldra:
Reykjanesbær greiðir til dagforeldra 50.000,- fyrir hvert barn í vistun. Komi til þess að dagforeldrar þurfi að loka á þjónustu sína vegna sóttkvíar eða veikinda þá kemur til álita hvort greiðslur til dagforeldra haldi ekki áfram þrátt fyrir þjónustuskerðingu við foreldra.

Frístund grunnskóla:
Innheimt verður eftir þeim tímafjölda sem nýttur er hjá hverju barni á tímabilinu“.