Frá verðlaunaafhendingu fyrir fallega garða.
Snemma í júní óskaði Umhverfis- og skipulagssvið eftir ábendingum frá bæjarbúum Reykjanesbæjar um góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Fjölmargar ábendingar bárust sem allar voru skoðaðar. Að lokum voru eftirtaldir garðar valdir og þeim veitt viðurkenning:
Gígjuvellir 14 - Fallegur garður Eigendur: Eyjólfur Garðarsson og Kristín G Magnúsdóttir
Norðurgarður 23 - Fallegur fjölskyldugarður - Eigendur: Sigurður G Gestsson og Ingveldur H Sigurðardóttir
Smáratún 40 - skemmtilegur yndisgarður - Eigendur: Áslaug Hilmarsdóttir og Trausti Björnsson
Birkiteigur 33 - Vel hirtur og fallegur garður - Eigendur: Sveinn Brynjólfsson og Guðrún Þorsteinsdóttir
Heimagisting Hafnargata 56 - Viðurkenning fyrir fallega uppgert eldra hús og snyrtilegt umhverfi - Eigandi: Renata El-Dursi.
Í valnefndinni voru: Berglind Ásgeirsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdarstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, Magnea Guðmundsdóttir og Una María Unnarsdóttir nefndarmenn í Umhverfis- og skipulagsráði.