Margrét Arna Eggertsdóttir hjá Ferðaþjónustu Reykjaness að störfum.
Í gær var skrifað undir samning við Ferðaþjónustu Reykjaness um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjanesbæ. Samningurinn var gerður í kjölfar útboðs þar sem tveir aðilar sendu inn tilboð. Samningurinn er til fimm ára og tekur gildi 02.04.2017.
Ferðaþjónusta Reykjaness hefur sinnt þessari þjónustu undanfarin ár og mun halda sama fyrirkomulagi á þjónustunni og verið hefur. Markmið ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ er að gera þeim sem búa við fötlun kleift að stunda vinnu, nám eða sækja sér þjónustu á sérhæfðar þjónustustofnanir.
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Margrét Arna Eggertsdóttir Ferðaþjónustu Reykjaness, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála Velferðarsviðs.