Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar auglýsir styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks og reglugerðar nr. 550/1994.
Veittir eru styrkir í samræmi við reglur Reykjanesbæjar til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig eru veittir styrkir til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing.
Umsóknarfrestur er til 1. október nk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í þjónustuveri á Tjarnargötu 12 og eru einnig aðgengileg á vef Reykjanesbæjar.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Daníelsdóttir (sigridur.danielsdottir@reykjanesbaer.is) og Hrefna Höskuldsdóttir (hrefna.hoskuldsdottir@reykjanesbaer.is)