Nú er ljóst að fjöldi keppenda á Nettómótinu, sem fram fer helgina 2-3. mars nk. verður um 1200 sem er 10% aukning frá því á síðasta ári.
Góð samvinna körfuknattleiksdeilda UMFN og Keflavíkur og metnaður þeirra að hafa mótið alltaf sem glæsilegast er greinilega að skila sér. Mörg önnur íþróttafélög halda körfuboltamót um land allt, en ná ekki að slá þessum deildum okkar við. Aldur keppenda er 6-11 ára (1.-6. bekkur) af báðum kynjum.
Bæjarbúar eru hvattir til að kikja við í íþróttahúsum bæjarins ( og reyndar í íþróttahúsinu í Garði líka ) til að sjá framtíðarlandsliðsfólk etja kappi í körfunni. Eitt af því sem hefur vakið athygli er að stigin eru ekki talin í leikjunum, heldur er leikgleðin látin ráða þar ríkjum. Allir þátttakendur fá svo viðurkenningarpening að mótinu loknu.