Safninu pakkað í kassa fyrir flutning.
Undirbúningur flutnings Bókasafnsins Reykjanesbæjar í Ráðhúsið að Tjarnargötu 12 eru nú í fullum gangi en til þess að klára verkið verður safnið lokað allan maímánuð. Opnað verður á nýjum stað í júníbyrjun en skilakassinn verður staðsettur utan við núverandi húsnæði í Kjarna fyrir þá sem vilja eða þurfa að losa sig safngögn. Engar sektir falla þó á gögn sem skila á í maí.
Starfsfólk hefur á undanförnum vikum verið að pakka safngögnum úr kjallara í kassa og verður hafist handa við safngögn á jarðhæð um leið og safnið lokar. Áætluð opnun í Ráðhúsinu verður 3. júní og við leyfum viðskiptavinum að fylgjast með framgangi flutnings bæði hér á vef og á Facebook síðu safnsins, sjá https://www.facebook.com/pages/Bókasafn-Reykjanesbæjar/200727239962148