Forauglýsing | Innréttingasmíði fyrir Bókasafn Reykjanesbæjar

Númer: 1020624
Útboðsaðili: Reykjanesbær
Tegund: Forauglýsing
Auglýst: 31.10.2024 kl. 13:00
Opnun tilboða: 08.11.2024 kl. 12:00

Reykjanesbær hyggst bjóða út smíði á föstum innréttingum í Bókasafn Reykjanesbæjar sem staðsett verður í Hljómahöll. Um er að ræða fasta bókahillu innréttingar af mismunandi stærðum, fatahengi, innbyggða bólstraða sófa og fleira.

Unnið er að gerð verðkönnunnargagna þ.e. kröfulýsingu, efnislýsingu og magskrá ásamt smíðateikningum. Reiknað er með að þau verði tilbúin í kringum 30. október n.k.

Gerð er krafa um að viðkomandi tilboðsgjafi hafi unnið að sérsmíði fyrir bókasafn og eða sérsmíði fyrir opinberar byggingar og hafi skilað a.m.k. einu slíku verki á síðast liðnum 5 árum.

Mikilvægt er að taka fram að verklok eru áætluð um mánaðarmótin jan/feb 2025

Áhugasömum bjóðendum er boðin þátttaka í lokuðu útboði samkvæmt 8. tölulið 2.gr. og 35. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

Vinsamlega sendið yfirlýsingu um skil á sambærilegu verkefni og ósk um þátttöku í verðkönnunni í tölvupósti til: innkaupastjori@reykjanesbaer.is. Þá verða send verðkönnunargögn á tengilið bjóðanda. Vinsamlega sendið inn upplýsingar um tengilið bjóðanda s.s. nafn tengiliðs, tölvupóstfang og símanúmer.

Forauglýsing er birt á heimasíðu Reykjanesbæjar og á Útboðsvefur.is