Námskeiðin miða m.a. að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Mynd af vef með notkunarheimild.
Uppeldi barna með ADHD verður fyrsta námskeið skólaþjónusta Reykjanesbæjar á þessu ári. Námskeiðið hefst 31. janúar nk. og er skráning hafin. Þau námskeið sem á eftir koma eru Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, Klókir litlir krakkar og Klókir krakkar.
Skólaþjónusta Reykjanesbæjar býður upp á ýmis fræðslu- og meðferðarnámskeið. Námskeiðin miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Að sögn Einars Trausta Einarssonar yfirsálfræðing hjá Reykjanesbæ eru námskeiðin ólík enda sérsniðin að þörfum barna á ýmsum aldursskeiðum. „Námskeiðin sem byggja á vel rannsökuðum aðferðum hafa fengið góðar viðtökur hjá foreldrum sem hafa sótt námskeiðin hjá okkur. Ég vil hvetja foreldra til þess að sækja námskeiðin, en þau geta stuðlað af ýmsum jákvæðum breytingum fyrir barnið og fjölskyldu þess. Við teflum fram úrvals leiðbeinendum sem allir hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun.“
Með því að smella á þennan tengil opnast nánari upplýsingar um námskeiðin, m.a. fyrir skráningu