Undirritun samninga við helstu bakhjarla Ljósanætur
Fimmtudaginn 24. ágúst voru undirritaðir styrktarsamningar við helstu bakhjarla Ljósanætur en hátíðin verður haldin í 21. sinn dagana 1.-4. september.
Yfir sextíu fyrirtæki styrkja Ljósanótt í ár með fjárhagslegum stuðningi og/eða öðru framlagi. Það er ljóst að án aðkomu þeirra væri Ljósanótt ekki haldin með jafn kröftugum hætti og raunin er.
Með stuðningi sínum taka fyrirtækin þátt í því að auðga bæjarlífið og styrkja um leið þá þætti sem eru órjúfanlegur hluti þess að skapa starfsmönnum sínum og viðskiptavinum eftirsóknarvert umhverfi til að lifa og starfa í.
Helstu bakhjarlar Ljósanætur eru sterkir aðilar úr atvinnu- og þar af leiðandi mannlífi svæðisins
- Landsbankinn: Arnar Hreinsson, útibússtjóri
- Nettó: Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó
- Skólamatur: Axel Jónsson eigandi og frumkvöðull
- Lagardere: Sveinn Rafn Eiðsson, framkvæmdastjóri
- Isavia: Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi
Samhliða undirritunum kynnti Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi og verkefnastjóri hátíðarinnar, dagskrá Ljósanætur þar sem kennir ýmissa grasa. Alla dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefnum Ljósanótt.is og þar má einnig sjá yfirlit yfir styrktaraðila hátíðarinnar.