Fræðsla um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Reykjanesbær hefur seinustu mánuði unnið í aðgerðaáætlun sveitarfélagsins fyrir innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt aðgerð 5, lið nr. 2 skal starfsfólk og kjörnir fulltrúar fá fræðslu um sáttmálann og réttindi barna í gegnum rafrænan fræðsluvettvang UNICEF á Íslandi. Fræðslan er mikilvægur liður í verkefninu til þess að það gangi upp en með fræðslunni fæst skilningur og þekking á réttindum barna og þannig verður auðveldar að taka ákvarðanir um málefni sem snerta þau.
Verkefnið Barnvænt sveitarfélagið hvílir á fimm grunnþáttum sem byggjast á grundvallarákvæðum Barnasáttmálans og er 42. gr. Allir verða að þekkja réttindi barna einn þáttur.
Verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags hefur haldið utan um þátttökuna hjá starfsfólki og kjörnum fulltrúum með aðstoð frá stjórnendum og starfsfólki. Ljúka átti við fræðsluna vorið 2023 samkvæmt aðgerðaáætluninni og telst þessari aðgerð vera lokið en mikilvægt er að fræðslunni sé haldið á lofti, bæði til að viðhalda þekkingu sem og fræða nýtt starfsfólk og nýja kjörna fulltrúa.
Reykjanesbær hvetur alla til þess að kynna sér Barnasáttmálann, hér má nálgast ör námskeiðin frá UNICEF á Íslandi.