Sunnudaginn 3. apríl kl. 15.00 mun Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja vinsælustu verk pólska tónskáldsins Fréderic Chopin. M.a. verða flutt verkin Ballaða Nr.1 Op.23 í g-moll, Ballaða Nr.3 Op.47 í As-dúr, Ballaða Nr.4 Op.52 í f-moll og Sónata Nr.2 Op.35 í b-moll.
Ástríður Alda lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1999 undir handleiðslu Önnu Þorgrímsdóttur. Á árunum 2000-2003 stundaði hún nám hjá Reiko Neriki við Indiana University-Jacobs School of Music í Bloomington þar sem hún lauk Artist Diploma með hæstu einkunn. Ástríður hefur sótt fjöldann allan af námskeiðum og tímum í píanóleik og kammertónlist hjá listamönnum á borð við Geörgy Sebök, Ludwig Hoffmann, Janos Starker, Jürgen Schröder og Olaf Dressler. Ástríður hefur komið víða fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum.
Aðgangseyrir kr. 1.000 og ókeypis fyrir nemendur Tónlistarskólans. Þeir sem standa að tónleikunum eru Tónlistarfélag Reykjanesbæjar, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og menningarsvið Reykjanesbæjar og hlutu til þess styrk frá FÍH og FÍT.