Fimmtudaginn 23.maí er stefnt á að fræsa og malbika hægri akrein á Reykjanesbraut, á milli gatnamóta við Njarðvíkurveg og Víknaveg. Kaflinn er um 1,0 km að lengd og hraði verður tekinn niður framhjá framkvæmdasvæði. Viðeigandi merkingar verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 05:00 til kl. 17:00.
Ábyrgðarmaður veghaldara er Ólafur 845-0045
Ábyrgðarmaður verktaka er Halldór 660-1916
Nánari útskýringar á framkvæmdasvæði má sjá á myndunum hér fyrir neðan.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.