Byggðasafn Reykjanesbæjar og Sögufélag Suðurnesja halda fund um fornleifar á Reykjanesskaganum í Bíósal Duus safnahúsa fimmtudaginn 21. janúar kl 17:30.
Á fundinum mun Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur fjallar um fornleifar á Reykjanesskaganum sem einstaka auðlind um sögu svæðisins frá landnámi fram á okkar daga. Þar er að finna merkilegar minjar, mismunandi vel varðveittar, um sjósókn, búskap, samgöngur, trúarlíf, réttarsögu og verslunarsögu o.fl. Víða hafa minjar horfið og eru óðum að hverfa vegna landbrots á svæðinu og framkvæmda. Er því brýnt að rannsaka og skrá þær áður en minjastaðirnir hverfa og verða þöglir um söguna.
Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.