Frá borgarafundi um einelti
Alls mættu um 40 áhugasamir íbúar Suðurnesja og hlýddu á fyrirlestra Heimilis og skóla, Olweusaráætlunarinnar og Liðsmanna Jerico um aðgerðir gegn einelti og mikilvægi þess að vinna af alúð en ákveðni og festu í málefnum bæði gerenda og þolenda.
Afleiðingar aðgerðarleysis væru hættulegar fyrir bæði þolendur og gerendur. Báðir aðilar biðu skaða af og samfélagið í heild einnig. Nokkrar umræður urðu í lokinn um þá afneitun sem ætti sér stundum stað þegar eineltismál kæmu upp sem leiddu til þess að ekki væri brugðist við með réttum hætti.
Einnig var rætt um fordóma gagnvart gerendum sem gerði þeim erfitt og leiddi oftar er ekki til afneitunar á verknaðinum en þess að aðstoðar væri leitað. Kallað var eftir skýrum vinnuaðferðum og verkfærum til að takast á við eineltið.