Frá knattspyrnukvöldinu í bókasafninu.
Mjög góð mæting var á knattspyrnukvöldi sem Bókasafnið hélt í gærkvöldi í tilefni norrænnar bókasafnaviku. Lesið var upp úr ævisögu Zlatan Ibrahimovi? ásamt nýrri bók Illuga Jökulssonar um kappann. Knattspyrnumennirnir Jóhann B. Guðmundsson og Ómar Jóhannsson sögðu frá árum sínum í atvinnumennsku í knattspyrnu og Ómar af persónulegum kynnum hans og Zlatan, en þeir spiluðu saman í drengjalandsliðinu í Malmö.
Ungu knattspyrnuiðkendurnir sem fylltu bókasafnið voru mjög áhugasamir og margir hverjir fóru út með knattspyrnubækur sem starfsfólk safnsins vakti sérstaka athygli á.