Hér er hópurinn ásamt Sigurbjörgu Róbertsdóttur. Ljósmynd: Akurskóli
Starfsfólk og nemendur í Akurskóla fengu í gær heimsókn frá 16 mjög áhugasömum gestum frá Tékklandi. Það voru skólastjórnendur, starfsmenn á skólaskrifstofu og kennarar sem skara fram úr í Tékklandi. Þau hafa heimsótt nokkra íslenska skóla í vikunni.
Starfsfólk Akurskóla kynnti fyrir þeim skólastarfið og sýndu skólann og starfið sem þar er unnið. Að sögn Sigurbjartar Róbertsdóttur skólastjóra Akurskóla fékk skólinn, starfsmenn og nemendur mikið hrós frá gestunum. „Þau voru alveg hugfangin af starfinu í Akurskóla og allri umgjörð starfins. Við erum auðvitað mjög stolt af okkar starfi og flott að fá þessa viðurkenningu.“
Skólinn fékk miklar þakkir fyrir móttökurnar, m.a. um Prag sem bætist við bókakost bókasafnsins á næstu dögum.