Frá og með mánudeginum 5. október, þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum hjá Reykjanesbæ að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. Þetta á ekki við um börn fædd 2005 og seinna.
Þeim viðskiptavinum sem ekki bera andlitsgrímur er óheimilt að nýta sér almenningssamgöngur.
Viðskiptavinir munu þurfa að útvega sér eigin andlitsgrímur og skulu þær hylja nef og munn. Þá eru farþegar beðnir um að nota strætó-appið eða strætókort til þess að greiða fargjaldið.
Strætó hjá Reykjanesbæ brýnir jafnframt fyrir farþegum að huga að hreinlæti og sóttvörnum og ferðast ekki með vögnunum ef þeir finna fyrir flensueinkennum.