Hljómahöll opnuð um helgina

Frá opnun Hljómahallar.
Frá opnun Hljómahallar.

Um helgina var Hljómahöllin formlega opnuð og í tilefni af því var blásið til veglegrar opnunarhátíðar. Fjölmargir gestir lögðu leið sína til að skoða nýja aðstöðu Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, endurbæturnar á félagsheimilinu Stapa að ógleymdu Rokksafni Íslands sem hefur fengið varanlegt heimili í Hljómahöllinni. Húsið er glæsilegt í alla staði og búið að marghugsa hvert smáatriði í hönnun hússins. Til hamingju Reykjanesbær!


Fjölmörg tónlistaratriði voru á dagskránni um helgina en þar tróðu upp kórar, kennarar tónlistarskólans héldu tónleika, Hljómar komu fram og sýndu að þeir höfðu engu gleymt. Magnús Kjartansson spilaði ásamt frábærum Sönghópi Suðurnesja. Félagarnir Magnús og Jóhann tóku nokkur af sínum bestu lögum og sama má segja um þau Valdimar Guðmundsson og Elízu Newman. Þá steig Páll Óskar óvænt á svið, gestum til ómældrar gleði, og óskaði bæjarbúum til hamingju með glæsilegt Rokksafn auk þess sem hann hvatti allra tónlistarmenn til að gefa safninu muni svo aðrir geti notið þeirra - líkt og hann gerði í síðustu viku.