Heildarhagnaður HS veitna fyrir árið 2012, samkvæmt ársreikningi, nam 442 milljónum kr.
Í ársreikningi kemur fram að fjárhagsstaða HS veitna er er sterk og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall í árslok 2012 var 52,1%
Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) árið 2012 var 1.570 m.kr. (33,4%)
Sem kunnugt er keypti Reykjanesbær meirihluta í HS veitum við uppskipti Hitaveitu Suðurnesja í HS orku og HS veitur. Reykjanesbær á nú tæplega 67% eignarhlut í HS veitum hf. en Orkuveitan og Hafnarfjörður eiga um 16% hvor.
Tekjur hækkuðu um 6% á milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur HS Veitna hf á árinu 4.699 m.kr. þar af vegna raforkudreifingar 2.348 m.kr., vegna sölu og dreifingar á heitu vatni 1.522 m.kr., vegna sölu og dreifingar á fersku vatni 501 m.kr. og vegna annarrar starfsemi 328 m.kr. Sambærilegar tölur fyrir árið 2011 eru eftirfarandi: rekstrartekjur 4.431 m.kr. þar af vegna raforkudreifingar 2.259 m.kr., vegna sölu og dreifingar á heitu vatni 1.433 m.kr., vegna sölu og dreifingar á fersku vatni 435 m.kr. og vegna annarrar starfsemi 304 m.kr.
Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir HS Veitna hf þann 31. desember 2012 bókfærðar á 17.127 m.kr. Skuldir HS Veitna hf nema 8.195 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af eru skammtímaskuldir 456 m.kr.