Leikskólarnir stóðu að umsjón með árshátíð Reykjanesbæjar sem var haldin hátíðleg í Stapa laugardaginn 12. mars sl. Að venju var hátíðin í alla staði hin glæsilegasta og sýndu leikskólastarfsmenn enn á ný að hér er gríðarlega vel skipulagður og umfram allt skemmtilegur hópur.
Frábær, heimatilbúin og frumleg skemmtiatriði þar sem m.a. stjórnendur leikskólanna fóru á kostum í söng, frábærar veitingar og þjónusta frá Erni Garðarssyni og hans fólki. Síðast en ekki síst skemmti starfsfólk Reykjanesbæjar sér konunglega að vanda.
Hæfileikum starfsfólks Reykjanesbæjar virðast engin takmörk sett enda sýnir það sig á hverju ári á árshátíðum hversu miklum og fjölbreyttum mannauði við búum að.