Verkefnishópur um óformlegar sameiningarviðræður Sveitarfélagsins Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar boðar til íbúafunda í því skyni að eiga samráð við íbúa varðandi mögulegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna, m.a. til þess að fá fram framtíðarsýn íbúa.
Sveitarfélagið Vogar
Mánudaginn 15. apríl í Tjarnarsal
Fundurinn hefst klukkan 20:00 og lýkur klukkan 22:00
Suðurnesjabær
Þriðjudaginn 16. apríl í Samkomuhúsinu í Sandgerði
Fundurinn hefst klukkan 20:00 og lýkur klukkan 22:00
Reykjanesbær
Miðvikudaginn 17. apríl í Stapa, Hljómahöll
Fundurinn hefst klukkan 20:00 og lýkur klukkan 22:00
Íbúar geta einnig tekið þátt í fundunum í gegnum fjarfundakerfi (Teams) en tenglar á fundina og frekari upplýsingar verða birtar á vefsvæðum og Facebook-síðum sveitarfélaganna um hádegi á fundardegi