Ingvar Jónsson tæknistjóri Hljómahallar.
Ingvar lauk B.Sc gráðu í tæknifræði frá HR um áramót 2008 / 2009 og er langt kominn með mastersnám við Álaborgarháskóla í Danmörku í hljóðverkfræði (e. acoustic).
Frá árinu 1986 hefur Ingvar verið sjálfstætt starfandi hljóðmaður / hljóðtæknimaður og sinnt fjölda verkefna eins og að vera aðalhljóðmaður á heimsferðalagi Sigur Rósar, hönnun og ráðgjöf við hljóðvist í Bergi, einum sala Hljómahallarinnar og ýmis verkefni með öllum helstu dægurlagahljómsveitum Íslands.
Ingvar starfaði lengi fyrir Exton ehf. sem sem verkefnastjóri, hljóðmaður, hljóðtæknimaður. Þá var hann tæknistjóri hljóðstjórnar Hörpu í þrjú ár. Ingvar kemur til Hljómahallar frá verkfræðistofunni Verkís en þar kom hann að hönnun, ráðgjöf og hljóðmælingum við ýmis verkefni sem snerta hljóð og hljóðvist.
Við bjóðum Ingvar velkominn til starfa