Inni í kuðungi einn díll nr VIII: Innsetning Ráðhildar Ingadóttur

Sýning Ráðhildar Ingadóttur "Inni í kuðungi einn díll nr. VIII " í Suðsuðvestur, Hafnargötu 22.

Innsetning Ráðhildar samanstendur af teikningum, vídeói, vaxi og málningu. "Inni í kuðungi, einn díll" er innsetning unnin útfrá geometríu, draumum og kosmólógíu og er þetta verkefni sem Ráðhildur hefur unnið með undanfarin ár.

Á sýningunni vinnur hún með mismunandi veraldarbirtingar sem hægt er að skipta niður í kerfi og óreiðu, draumveruleika og raunveruleika.

www.sudsudvestur.is

Sýningin er opin um helgar frá kl.13.- kl.17. (og eftir samkomulagi) og stendur til 15 júní.