Hjördís Kristinsdóttir umsjónarmaður kirkjunnar opnaði jólaföstuna og bauð starfsmenn velkomna.
Jólafasta fyrir starfsmenn Reykjanesbæjar var haldin í 3ja sinn í gær í Keflavíkurkirkju.
Þar áttu starfsmenn saman rólega og hátíðlega stund en dagskrá var í umsjón Reykjanesbæjar og sr. Skúla Ólafssonar sóknarprests.
Starfsmenn Tónlistarskóla Reykjanesbæjar höfðu umsjón með tónlistarflutningi og starfsmaður Reykjanesbæjar las jólasögu.
Árni Sigfússon bæjarstjóri afhenti við þetta tilefni styrk til Velferðarsjóðs Suðurnesja.
Heitt súkkulaði og smákökur settu hátíðlegan jólabrag á stundinna sem lauk með fjöldasöng starfsmanna.