Könnun um kosningaþátttöku

Sjálfbærniráð, fyrir hönd Reykjanesbæjar, hefur sett af stað vefkönnun sem miðar að því að rannsaka þátttöku í kosningum til sveitarstjórna. Sjálfbærniráð hvetur alla íbúa og starfsfólk Reykjanesbæjar til að taka þátt með því að svara könnuninni.

Könnunin er nafnlaus, órekjanleg, og tekur aðeins um þrjár mínútur að ljúka við. Hún er einnig aðgengileg á þremur tungumálum.

Könnunin verður opin til 5. september.

Taka þátt hér