Kynning á deiliskipulagstillögu af Grófinni og á Bergi

Mynd úr tillögu JeES arkitekta.
Mynd úr tillögu JeES arkitekta.

Kynning á deiliskipulagstillögu af Grófinni og á Bergi verður í Bíó sal Duushúsa fimmtudaginn 13.febrúar n.k. kl. 17.oo.

Höfundur kynnir tillöguna, sem fellst m.a. í stækkun Smábátahafnarinnar, byggingu hótels, verslunar og annarar þjónustu á miðsvæði. Einnig er gert ráð fyrir styrkingu byggðar á Berginu. Tillagan er aðgengileg á vef Reykjanesbæjar frá og með 14.febrúar og er gefinn frestur til 7.mars til að koma með ábendingar og athugasemdir sem sendist á Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar ,Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ eða á netfangið usk@reykjanesbaer.is

Reykjanesbæ, 6.febrúar 2014.
Framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs