Nemendur leikskólans Tjarnarsels í heimsókn hjá Árna Sigfússyni bæjarstjóra.
Leikskólinn Tjarnarsel hefur hlotið kr. 600.000 styrk úr Sprotasjóði leik, grunn- og framhaldsskóla fyrir verkefnið Útinám í vettvangsferðum: Lýðræðislegri þátttaka leikskólabarna í sínu nærsamfélagi en hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.
Þetta er þriðji styrkurinn á nokkrum vikum sem leikskólinn hlýtur, fyrir mismunandi verkefni. Áður hafi hann fengið úthlutað úr Þróunarsjóði námsgagna og Manngildissjóði Reykjanesbæjar.
Meginmarkmiðið þessa verkefnis sem leikskólinn fær úthlutað styrknum til nú er annars vegar að mennta gagnrýna og ábyrga einstaklinga sem láta sig umhverfið varða með góða þekkingu á sínu nærsamfélagi. Hins vegar er markmiðið að gera verkefnið aðgengilegt fyrir leikskólakennara með útgáfu á handbók með kennslu- og starfsleiðbeiningum í grenndar- og umhverfisfræðslu með áherslu á samráð og samvinnu við stofnanir, samfélagshópa og einstaklinga.