Á laugardaginn kl. 14.00 verður blásið til stórtónleika í Frumleikhúsinu, undir merkjum Listar án landamæra, þar sem boðið verður upp á fjölbreytta söngdagskrá undir stjórn okkar frábæru listamanna Arnórs Vilbergssonar organista og Jóhanns Smára Sævarssonar óperusöngvara. Á efnisskránni eru m.a. Summertime úr söngleiknum Porgy og Bess, Pie Jesu e. Andrew Lloyd Webber, Páls Óskars syrpa, Maístjarnan, íslensk sönglög o.fl.
Flytjendur koma bæði úr röðum fatlaðra og ófatlaðra auk þess sem félagar úr kór Keflavíkurkirkju tekur þátt í tónleikunum.
Rétt er að undirstrika að tónleikarnir hefjast kl. 14.00 en ekki kl. 15.00 eins og áður var auglýst.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.