Frá fjölskyldudegi á Listahátíð barna 2017
Listahátíð barna verður formlega sett fimmtudaginn 26. apríl og er það í 13. sinn sem hátíðin verður haldin. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er "Börn um víða veröld" en þátttakendur í hátíðinni eru allir 10 leikskólar bæjarins, allir 6 grunnskólarnir, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og dansskólarnir Bryn Ballett Akademían og Danskompaní. Glæsilegar listsýningar verða í Duus Safnahúsum að venju og Hæfileikahátíð grunnskólanna fer fram 9. maí.
Helgina 28. og 29. apríl verða svo sérstakir fjölskyldudagar þar sem fjölskyldum gefst kostur á að taka þátt í skemmtilegri dagskrá á svæðinu í kringum Duus Safnahús þeim að kostnaðarlausu. Sunnudaginn 29. apríl fara svo fram skemmtilegir fjölskyldutónleikar í Stapa þar sem tónlistararfur Suðurnesja sem snýr að börnum verður rifjaður upp. Það er Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sem heldur tónleikana og sérstakur gestur þeirra er Magnús Kjartansson sem var öflugur fulltrúi þessarar tónlistar á sínum tíma og kom t.a.m. að útgáfu hljómplatna með barnastjörnunni Rut Reginalds.
Hér má sjá dagskrá fjölskyldudaganna 28.-29.apríl.
Mótun heldardagskrár frá 26. apríl - 13. maí er á lokametrunum og verður birt hér um leið og hún er klár.