Yfir 40 verkefni í Reykjanesbæ, stór og smá, verða kynnt á nýsköpunarþingi í Reykjanesbæ sem fram fer í Stapa í dag kl. 15 - 19:00.
Á þinginu verða kynnt stutt viðtöl við forsvarsmenn verkefna í bænum sem kynna fjölbreytta flóru nýsköpunar í bæjarfélaginu.
Meðal þeirra verkefna sem kynnt voru má nefna nýstárlega harðfiskframleiðslu, heilsusjúkrahús, sérkennilegt gistiheimili, víkingasmiðju, kísilversafurðir, tækifæri rafræns gangavers, framleiðslu á skólamat, loðnuhrognaverksmiðju, hugmyndafræði Ásbrúar, netfyrirtæki, listdansskóla, tónlistarverkefni, líkamsrækt, húðvöruframleiðslu, Latabæjar leikjagarð, ýmis forvarnarverkefni fyrir börn, kvikmyndaver, þekkingarþorpið kringum Keili, gígagarð á Reykjanesi, o.s.frv.
Markmið ráðstefnunnar er að varpa fram sýnishornum af gríðarlegri fjölbreyttri flóru nýsköpunar í bæjarfélaginu og leiða saman forsvarsmenn þeirra og fleiri verkefna.