Nú er tækifæri til þess að fagna vel skreyttum húsum því Reykjanesbær ætlar að standa fyrir samkeppni um best skreytta húsið og best skreyttu götuna. Valið er í höndum bæjarbúa og annarra áhugasamra sem eru hvattir til þess að líta vel í kringum sig, senda inn tilnefningar og kjósa í gegnum Betri Reykjanesbær. Ljóst er að þetta verður spennandi keppni þar sem Reykjanesbær er þekktur fyrir mikla ljósadýrð á aðventunni.
Best skreytta húsið
Sendið ykkar tillögur og kjósið um best skreytta hús Reykjanesbæjar. Tilgreina þarf nafn á götu og setja götunúmer í titil og hlaða inn góðri mynd af húsinu þegar tilnefningar eru sendar.
Best skreytta gatan
Sendið ykkar tillögur og kjósið um best skreyttu götu Reykjanesbæjar. Tilgreina þarf nafn á götu og hlaða inn góðri mynd af henni þegar tilnefningar eru sendar.
Hægt er að senda inn tilnefningar og kjósa til og með 20. desember næstkomandi. Afhending viðurkenninga fyrir best skreytta húsið og best skreyttu götuna fara síðan fram í Aðventugarðinum á Þorláksmessu þar sem sigurvegarar fá einnig afhenta vinninga í boði Húsasmiðjunar.