Fram komu þeir upplesarar úr 7. bekkjum allra skóla í Reykjanesbæ og Grunnskólans í Sandgerði sem höfðu staðið efst í undankeppnum skólanna. Auk þess voru flutt tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Sandgerðis en flytjendur voru allir úr 7. bekk.
Lokahátíðin var öllum hlutaðeigandi til mikils sóma og eftir harða keppni varð sigurvegari Lokahátíðarinnar 2011 Karitas Guðrún Fanndal úr Holtaskóla. Í öðru sæti var Marteinn E. Sigurbjörnsson úr Grunnskóla Sandgerðis og í þriðja sæti Þuríður Birna Björnsdóttir úr Njarðvíkurskóla. Allir þátttakendur stóðu sig með mikilli prýði og hlutu að launum bókagjöf frá Félagi íslenskra bókaútgefenda og blóm frá Reykjanesbæ og þrír efstu auk þess peningaverðlaun SpKef sparisjóði.