Það ríkti sannkölluð gleði í Víkingaheimum í Reykjanesbæ í gær þar sem Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy Iceland ehf., veitti fyrir hönd félagsins, styrki til þrettán samfélagsverkefna í Reykjanesbæ með undirritun samnings til tveggja ára. Heildarupphæð samninganna hvert ár er kr. 7.350.000,- eða alls 14,7 m.kr. Þessir myndarlegu styrkir verða sannarlega góð innspýting í þau fjölbreyttu og metnaðarfullu samfélagsverkefni sem í gangi eru í Reykjanesbæ og ómetanlegt þegar fyrirtæki eða félög koma með beinum hætti að slíkum verkefnum.
Þau verkefni sem hlutu styrk eru:
Samtaka hópurinn í Reykjanesbæ: Til forvarna og heilsueflingar ungmenna í Reykjanesbæ.
Baklandið í Reykjanesbæ: Stuðningsúrræði í barnavernd fyrir 10-15 ára börn í Reykjanesbæ.
Landnámsdýragarðurinn í Reykjanesbæ: Til afþreyingar- og fræðsluverkefna fyrir börn í Rnb.
NES Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum: Til æskulýðs- og íþróttastarfs NES í Rnb.
Ungmennafélag Njarðvíkur: Til eflingar á barna- og unglingastarfi UMFN í Rnb.
Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag: Til eflingar á barna- og unglingastarfi Keflavíkur í Rnb.
Barnahátíð – Listahátíð barna í Reykjanesbæ: Til menningar- og fræðsluverkefna fyrir börn í Rnb.
Áhugahópur um uppbygginu útikennsluaðstöðu við Njarðvíkurseylu: Til fræðsluverkefna fyrir börn í Rnb.
Latabæjarsýningin í Reykjanesbæ: Til afþreyingar- og fræðsluverkefna fyrir börn í Rnb.
Fornleifarannsóknir í Reykjanesbæ: Til áframhalds fornleifarannsókna í Höfnum.
Uppsetning sýningar úr Norrænni goðafræði í Víkingaheimum: Til sögutengdrar ferðaþjónustu í Rnb.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Til æskulýðs- og íþróttastarfs kvenna í körfuknattleik í Rnb.
Knattspyrnudeild Keflavíkur, M.fl. kvenna: Til æskulýðs- og íþróttastarfs kvenna í knattspyrnu í Rnb.