Malbikun á Reykjanesbraut við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Njarðvíkurvegar

Malbikun á Reykjanesbraut - framkvæmdamynd 1
Malbikun á Reykjanesbraut - framkvæmdamynd 1

Í dag, þriðjudag 16.júlí verður malbikuð aðrein á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Njarðvíkurvegar. Fráreininni verður lokað og þrengt að umferð við Reykjanesbraut. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. lokunarplani sem birt er á meðfylgjandi myndum.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 16:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

 Malbikun á Reykjanesbraut - framkvæmdamynd 2

 

Malbikun á Reykjanesbraut - framkvæmdamynd 3