Fyrirlestur um mataræði og heilsu ungmenna

Langar ykkur að fræðast um hollt mataræði og leiðir að skemmtilegum og heilbrigðum lífsstíl?

Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur mun halda fyrirlestur á netinu þann 25. janúar 2021 kl.20:00

Á þessum fyrirlestri verður m.a. farið í:

  • Hvað er heilbrigður lífsstíll?
  • Hvað er hollt mataræði?
  • Áhrif orkudrykkja á líkamann
  • Eiga unglingar að neyta fæðubótarefna
  • Skemmtilegar leiðir að heilbrigði
  • Andleg heilsa og mataræði

 

Hér er hlekkur á fyrirlesturinn

Hér er hlekkur á Facebook viðburðinn      Við hvetjum alla til að deila og bjóða.

Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur og einkaþjálfari hefur haldið fjölda fyrirlestra tengda heilsu og næringu undanfarin ár. Hægt er að fylgjast með Geir Gunnari á: www.heilsugeirinn.is og einnig undir Heilsugeirinn á Instagram og Facebook