Fögnuður á sal Myllubakkaskóla.
Það voru glaðir Myllar sem mættu í skólann í morgun eftir að hafa sigrað FIRST LEGO League tækni- og hönnunarkeppnina sem fram fór í Háskólabíó á laugardag. Nemendurnir fögnuðu sigri fyrir rannsóknarverkefnið, sem snérist um samvistir manna og dýra, með hönnun kattarfælu sem og fyrir árangur í heild.
Framsetning rannsóknarverkefnisins var mjög skemmtileg, bæði notuðust þau við myndbandsupptökur þar sem gagnrýnni hugsun var beitt við úrlausn verkefnisins og sungu eigin texta við lag Queen Bohemian Rhapsody. Vandamálið var köttur sem hafði gert sig heimkominn hjá kennarar við skólann, sem kærði lítt um samvistir við köttinn,
Myllarnir stóðu sig jafnfram vel í öllum öðrum þáttum keppninnar en aðeins var hægt að hampa tveimur Legó bikurum. Fyrir heildarsigurinn fékk liðið 150.000 kr. gjafakort frá Nýherja, sem mun koma sér vel við fjáröflun fyrir úrslitakeppnina sem haldin verður í Bodø í Noregi í byrjun desember nk. Um 200 grunnskólanemendur á aldrinum 10-16 ára víðs vegar af landinu tóku þátt í keppninni í Háskólabíó á laugardag.
Þátttakan í keppninni krafðist mikils undirbúngs bæði af hálfu nemenda og þjálfara og nú býður þeirra sú vinna að þýða allt verkefni sitt yfir á ensku.
Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs afhenti nemendunum verðlaun fyrir frábæra frammistöðu, en þau eru hér á sviði ásamt þjálfurum sínum, Írisi Dröfn Halldórsdóttur, Ingibjörgu Jónu Kristinsdóttur og Sveini Ólafi Magnússyni.
Frá æfingu í sal bæjarstjórnar daginn fyrir keppni. Framsetning var bæði í formi myndbands og söngs.