Náttúruvika á Reykjanesi 25. júlí - 2. ágúst 2010

Kynningarfundur á Náttúruviku á Reykjanesi verður  í Duushúsum Reykjanesbæ miðvikud. 28. apríl kl. 18:00. Allir þeir sem áhuga hafa á að bjóða upp á dagskrárliði, veitingar, þjónustu og/eða eru með fyrirspurnir eru hvattir til að mæta. 

Náttúruvikan er samstarfsverkefni sveitarfélaga á Suðurnesjum og styrkt af Menningarráði Suðurnesja. Menningarfulltrúar viðkomandi svæða ásamt sjf menningarmiðlun skipuleggja Náttúruvikuna.
Náttúruvikan er fyrir íbúa og gesti; Íslendinga og útlendinga. Viðfangsefnið eru ýmsir dagskrárliðir er kynna náttúru, sögu og menningu á Reykjanesi. s.s. gönguferðir , skoðunarferðir, hellaferðir, fjallgönguferðir, fjöruferðir, fjórhjólaferðir, reiðhjólaferðir, köfun, kajakaferðir, hestaferðir hlaup, bátsferðir, fuglaskoðun,  plöntuskreytingar, myndasýningar, náttúrutengdar þjóðsögur o.m.fl.

Tilgangur:
- að þátttakendur  læri að lesa í náttúruna og  njóta hennar í leik og starfi 
- að sameina starfskrafta og hvetja  aðila til eflingar ferðamennsku
- að fjölskyldan sameinist í þátttöku
- að kynna land og þjóð

Fyrirhugað er að gefa út kynningarbækling með dagskrárliðum og auglýsingum. Bæklingur verður til dreifingar á upplýsingamiðstöðvum ferðamála, sundstöðum og víðar. Kynning á Náttúruviku verður jafnframt  á vefsíðum og í öðrum fjölmiðlum. Kynningar á dagskrárliðum þurfa að vera stuttar, gefa góðar upplýsingar og tilbúnar í s.l. fyrir 1. júní. Hvatt er til þess að dagskrárliðir verði einnig í boði fyrir útlendinga. Reynt verður að hafa verð á kynningum í hófi. Nánari upplýsingar gefa menningarfulltrúar og sjf menningarmiðlun.

Umsjónaraðilar Náttúruviku á Reykjanesi 
Sigrún Jónsdóttir Franklín, sjf menningarmiðlun, Sími: 691 8828 sjf@internet.is
Erna M. Sveinbjarnardóttir Sveitarfélaginu Garði. Sími: 866 3998  ernam@svgardur.is
Guðjón Þ. Kristjánsson Sandgerðisbæ. Sími: 899 2739  gudjon@sandgerdi.is 
Kristinn J. Reimarsson Grindavíkurbæ. Sími: 660 7310  kreim@grindavik.is 
Ólafur Þór Ólafsson Sveitarfélaginu Vogum. Sími: 659 7916  olafur@vogar.is 
Valgerður Guðmundsdóttir Reykjanesbæ. Sími: 864 9190  valgerdur.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is