Nemendur FS sigruðu HR áskorunina

Sigurvegarar
Sigurvegarar

Fjórir nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sigruðu í HR-áskoruninni, hönnunarkeppni tækni- og verkfræðideildar HR, sem fram fór í húsakynnum skólans á laugardag. Keppnin er fyrir framhaldsskólanema.
Vegleg verðlaun voru í boði og fengu sigurvegararnir niðurfelld skólagjöld í eina önn í HR. Auk þess fengu þeir samtals 150 þúsund krónur í peningaverðlaun.

HR-áskorunin er haldin árlega og nú fólst hún í því að hanna og smíða eggjavörpu.  Varpan átti að geta kastað eggi frá vítalínu körfuboltateigs í gegnum körfuna þannig að það lenti óbrotið á gólfinu.

Sex lið tóku þátt í úrslitakeppninni og náðu þrjú þeirra að leysa verkefnið af hendi. Sigurlið FS skipuðu Bjarni Rúnar Rafnsson, Andri Björn Tryggvason, Hafsteinn Fannar Barkarson og Stefán Már Jónasson.

Nemendurnir eru allir á grunndeild málm og vél í FS sem er 2ja anna nám og eru hugsanlega verðandi vélstjóraefni og jafnvel verkfræðingar? Í dag stunda um 30 nemendur nám í deildinni en í framhaldi er boðið upp á nám í vélstjórn eða kjarnanám í vélvirkjun.

Hér má sjá myndbrot frá forkeppninni.