Frá opnu húsi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á Degi tónlistarskólans 2017.
Laugardaginn 14. apríl kl. 11:00 til 14:00 munu nemendur í hljómborðsdeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda sex tónleika í Bergi Hljómahöll. Markmiðið er að safna fjármagni til styrktar langveikum börnum í Reykjanesbæ. Tónleikaröðin hefur yfirskriftina Frá barni til barns. Selt verður inn á tónleikana gegn frjálsum framlögum. Einnig verður hægt að kaupa ýmsa listtengda muni á basar. Kaffihús verður starfrækt á meðan á tónleikum stendur með rjúkandi vöfflum og bakkelsi til sölu.
Með tónleikaröðinni vill skólinn og kennarar sýna börnum úr hópi nemenda nýja hlið á tónlistarnám, að það fái aukinn tilgang. Einnig að nemandi skynji sig sem hluta af gefandi heild. Ekki síður er mikilvægt að börnin finni styrk sinn við að leggja sig fram, hvort sem um er að ræða próf, tónleika eða hvert annað tilefni til tónlistarflutnings. Ágóðinn er því fyrir alla; nemandann, foreldra og skólann. Að auki er ægt er að láta gott af sér leiða til langveikra barna í Reykjanesbæ.
Allir þeir sem tengjast nemanda í hljómborðsdeild geta komið listmunum, hand- og hugverki á basarinn.