Njarðvíkurskóli og leikskólinn Gimli tilnefndir til Comeniusar fyrirmyndarverkefna

Verðlaunahafar
Verðlaunahafar

Njarðvíkurskóli og leikskólinn Gimli hafa verið  tilnefndir til Comeniusar fyrirmyndarverkefna árið 2008-2010.

Þann 25. nóvember síðast liðinn fagnaði Menntaáætlun ESB 15 ára afmæli Comenius og af því tilefni voru tíu fyrirmyndarverkefni tilnefnd til gæðaviðurkenningar.

Comenius er skólastarfshluti Menntaáætlunar Evrópusambandsins og er hlutverk Comeniusar áætlunarinnar að efla gæðastarf í skólum og tryggja Evrópuvitund í menntun. Comenius hóf göngu sína árið 1995 á Íslandi.

Því ber að fagna að Comeniusarverkefni Njarðvíkurskóla og leikskólans Gimli „Side by side in education" (Hlið við hlið í námi) var eitt af tíu verkefnum sem tilnefnd voru á afmælishátíðinni. Verkefnið byggði á samstarfi milli leik- og grunnskóla og var markmið verkefnisins að styrkja samstarf á milli skólastiga og evrópskra skóla. Samstarfslönd Njarðvíkurskóla og leikskólans Gimli voru Spánn, Bretland, Ungverjaland, Ítalía og Frakkland.