Lið Heiðarskóla varpaði mjólkurfernum frá MS yfir brautina og vígðu hana formlega.
Á dögunum var formlega opnuð ný hreystibraut í Reykjanesbæ sem strax hefur notið gríðarlegra vinsælda enda ekki langt síðan að nemendur grunnskólanna tóku þátt í skólahreysti þar sem Heiðarskóli varð í öðru sæti en Heiðarskóli vann keppnina í fyrra.
Hreystibrautin er staðsett á gamla malarvelli Keflavíkur við Vatnaveröld - fjölskyldusundlaugina sem nýtur sívaxandi hylli og er því miðsvæðis í bæjarfélaginu.
Í tilefni opnunarinnar var brugðið á leik og öttu kappi lið grunnskóla Reykjanesbæjar og aðrir áhugasamir gestir. Keppnishugurinn var mikill og ljóst að það verður tekið á því í skólahreysti að ári.