Nýjar deildir við leikskólann Holt

Formleg opnun Þúfu og Móa við leikskólann Holt

Mánudaginn 12. september síðastliðinn voru tímamót í starfsemi við leikskólann Holt en þá voru deildirnar Mói og Þúfa teknar í notkun þegar fyrstu börnin mættu með foreldrum sínum. Þar af leiðandi er leikskólinn formlega orðin sex deilda skóli.
 
Nýju deildirnar eru hinar glæsilegustu og mikil ánægja með hvernig til tókst. Það er óhætt að segja að stjórnendur, kennarar og starfsfólk Holts sé ánægt að fá að vera hluti í uppbyggingu við stækkun leikskóla til að taka á móti þeim fjölda barna sem nú búa í Reykjanesbæ.